Að bæta við forritum í tækjastikuna á Finder

Ekkert mál – nema, ef þú ert með Yosemite ( 10.10.x ).

Eða… næstum.

 

Add apps in Finder

 

 

Opnaðu tvo Finder glugga. Í öðrum glugganum, hægrismelltu á tækjastikuna og veldu „Customize Toolbar…“. Í hinum glugganum ferðu í möppuna þar sem forritið sem þú vilt setja í tækjastikuna er, og dregur svo forritið yfir í tækjastikuna á hinum glugganum – á þann stað sem þú vilt hafa það.

Velur svo „Done“ til að loka tækjastikubreytingarsprettiglugganum og tækjastikan með forritinu er orðin klár til notkunar.