Meira um Xen – eða… minna.

Þá er ég búinn að gefast upp á Xen. Ég spurði gamlan vin ráða og hann sagðist bara nota KVM. Það verður reyndar að hafa í huga að KVM er _ekki_ alvöru paravirtualization. Það er partial PV og hefur því stærra overhead en t.d. Xen. Ókostur við KVM er líka að það er ekki hægt að „ofselja“ minni og örgjörva – og því þarf að passa vel upp á að hafa sýndarvélarnar ekki nema rétt mátulegar (ekki vera rausnarlegur á minni, ekki vera rausnarlegur á örgjörva). En – kosturinn er að þetta er komið í gang og ekkert vesen að búa til sýndarvélar – ólíkt Xen sem bara bauð upp á vesen (þótt það sé örugglega alveg frábært, þá kýs ég að nota frekar eitthvað sem virkar – og sæki þá í OpenIndiana ef mig langar í alvöru PV.)