Monthly Archives: janúar 2015

Meira um Xen – eða… minna.

Þá er ég búinn að gefast upp á Xen. Ég spurði gamlan vin ráða og hann sagðist bara nota KVM. Það verður reyndar að hafa í huga að KVM er _ekki_ alvöru paravirtualization. Það er partial PV og hefur því stærra overhead en t.d. Xen. Ókostur við KVM er líka að það er ekki hægt að „ofselja“ minni og örgjörva – og því þarf að passa vel upp á að hafa sýndarvélarnar ekki nema rétt mátulegar (ekki vera rausnarlegur á minni, ekki vera rausnarlegur á örgjörva). En – kosturinn er að þetta er komið í gang og ekkert vesen að búa til sýndarvélar – ólíkt Xen sem bara bauð upp á vesen (þótt það sé örugglega alveg frábært, þá kýs ég að nota frekar eitthvað sem virkar – og sæki þá í OpenIndiana ef mig langar í alvöru PV.)

XEN – Gotta loveit.

Ég er búinn að vera glíma við XEN uppsetninguna í Ubuntu. Ég er ekki viss um að þeir hafi hugsað þessa uppsetningu til enda – sérlega ekki þegar „beisik“ hlutir eins og að búa til einfalda sýndarvél virka ekki „eins og í leiðbeiningunum“. Gee-whiz!

Aftur að teikniborðinu.

Eitt teraflop í snjallsímanum?

Það hefði þótt fáheyrt fyrir nokkrum árum síðan að tala um eitt teraflop ( „flop“ þýðir „floating point operation“ eða „fleytitöluaðgerð“ – og tera stendur fyrir evrópskri billjón, eða milljón milljónum ) í borðtölvu. Afköst á öflugustu ofurtölvum heims árið 2005 voru þannig að tíunda öflugasta vél heims mældist 20 teraflop (TFLOP) og sú öflugasta ekki nema 183.5 TFLOP. Sú öflugasta notaðist við 716kW orku til að halda sér gangandi.

Í dag þarf 20 snjallsíma með nVidia X1 kubbnum til að keppa við tíundu öflugustu vél heims ársins 2005. Á tíu árum hefur tækninni fleygt svo fram að aflið sem fékkst út úr heilli vöruskemmu ( 5000 örgjörvum ) af tölvum er komið í vasabrotsstærð. Bókstaflega.

Eigum við að eiga von á því að tíunda stærsta vél heims árið 2014 verði komin í vasabrotsstærð árið 2024 ? ( hún er 6.1 peta-flop ( 6.131 TFLOP ) og er með 72800 örgjörva )

Eða eigum við kannski að bíða í 15 ár og fá öflugustu vél heims árið 2014 í eitt símtæki? (sú er tæp 55 PFLOP með rúmar 3 milljónir örgjörva!)

Nvidia unveils Tegra X1 ‘superchip’ at CES 2015 – CNET.

Þá fer að verða erfiðara fyrir íslendinga að nota Netflix.

Netflix Cracks Down On VPN and Proxy „Pirates“ – Slashdot.

Lausnin felst í því að vera með eigin eldvegg og eigin DNS. Banna síðan alla DNS umferð í gegnum eldvegginn nema frá eigin DNS – og setja upp túlkunarreglu fyrir 8.8.8.8 sem vísar öllu yfir á innri DNSinn.

VPNið verður svo að vera frá eldveggnum – ekki frá client vélum – og muna að setja upp routing reglurnar þannig að bara netflix-tengd umferð fari í gegnum VPNið.

Nýtt ár, nýtt útlit, teskeið af uppgjöf.

Mér er eiginlega sama hvað Einar Indriðason segir – PHP má vera sorp alheimsins, en þetta er samt eina ruslið sem virkar á nógu einfaldan máta til að ég nenni að viðhalda því.

WordPress fyrir 2015.

Gleðilegt ár, gleðilegt hár og allt annað allesammen!

convert2mp3.net - download your music for free - online video converter