Category Archives: Windows

OneNote push fyrir WordPress

Það er dálítið svalt að núna er hægt með official viðbót við WordPress hægt að ýta efni með „einum“ smelli út á bloggið úr OneNote.

http://www.winbeta.org/news/onenote-expands-its-partnerships-cloudhq-equil-and-wordpress-0

 

Á döfinni – hjá Microsoft

Windows 10 er á leiðinni – eins og væntanlega hefur ekki farið framhjá neinum sem les netheima. Ég ákvað að brjóta odd af oflæti mínu og prófa það (enda verið iðinn við að prófa Windows í gegnum tíðina þótt ég hafi ekki alltaf notað það). Og það má alveg segja þeim til bóta hjá Microsoft að tían ætlar að stefna í að vera alveg ágæt. Það er þó sumt sem núir mér móthárs.

1) Tungumálastuðningur – það er ENN ekki boðið upp á íslenska handskrift

2) Svæðastuðningur – heimurinn er enn í litlum hólfum hjá Microsoft. Það er passé. „… may not be supported in your region“ er ekki eitthvað sem maður á að sjá í flunkunýju kerfi árið 2015.

3) Sjálfgefinn tækjastuðningur – það ætti að vera orðið frekar staðlað á síðustu misserum hvernig tæki eru spurð um getu sína. Þannig ætti ekki að vera flókið að spyrja tölvuskjá hvaða upplausn hann styður eða hljóðkort hvað það hefur mikla möguleika til eins eða annars – og taka mið af því. En ekki alveg – það kemur með „uppfærslum“ sem „reklar“.

En, þetta er amk á góðri leið – þeir eiga eina og aðra rúsínu þarna.

convert2mp3.net - download your music for free - online video converter