Category Archives: Fréttir

Eitt teraflop í snjallsímanum?

Það hefði þótt fáheyrt fyrir nokkrum árum síðan að tala um eitt teraflop ( „flop“ þýðir „floating point operation“ eða „fleytitöluaðgerð“ – og tera stendur fyrir evrópskri billjón, eða milljón milljónum ) í borðtölvu. Afköst á öflugustu ofurtölvum heims árið 2005 voru þannig að tíunda öflugasta vél heims mældist 20 teraflop (TFLOP) og sú öflugasta ekki nema 183.5 TFLOP. Sú öflugasta notaðist við 716kW orku til að halda sér gangandi.

Í dag þarf 20 snjallsíma með nVidia X1 kubbnum til að keppa við tíundu öflugustu vél heims ársins 2005. Á tíu árum hefur tækninni fleygt svo fram að aflið sem fékkst út úr heilli vöruskemmu ( 5000 örgjörvum ) af tölvum er komið í vasabrotsstærð. Bókstaflega.

Eigum við að eiga von á því að tíunda stærsta vél heims árið 2014 verði komin í vasabrotsstærð árið 2024 ? ( hún er 6.1 peta-flop ( 6.131 TFLOP ) og er með 72800 örgjörva )

Eða eigum við kannski að bíða í 15 ár og fá öflugustu vél heims árið 2014 í eitt símtæki? (sú er tæp 55 PFLOP með rúmar 3 milljónir örgjörva!)

Nvidia unveils Tegra X1 ‘superchip’ at CES 2015 – CNET.

Þá fer að verða erfiðara fyrir íslendinga að nota Netflix.

Netflix Cracks Down On VPN and Proxy „Pirates“ – Slashdot.

Lausnin felst í því að vera með eigin eldvegg og eigin DNS. Banna síðan alla DNS umferð í gegnum eldvegginn nema frá eigin DNS – og setja upp túlkunarreglu fyrir 8.8.8.8 sem vísar öllu yfir á innri DNSinn.

VPNið verður svo að vera frá eldveggnum – ekki frá client vélum – og muna að setja upp routing reglurnar þannig að bara netflix-tengd umferð fari í gegnum VPNið.

convert2mp3.net - download your music for free - online video converter