Category Archives: Netþjónusta

Þjónustuaðilar

Jæja, þar kom að því – einhvern tíman þurfti ég að missa þolinmæðina gagnvart nýja eigandanum á TAL. Og það er búið að gerast. Þegar síma+internet reikningarnir hafa hækkað um meira en 120% á tveimur árum á meðan þjónustan hefur stigmagnandi versnað, þá hef ég fjárhagslega og andlega gefist upp fyrir þeim. Ég er alveg hættur að eiga viðskipti við 365 miðla og lýsi innilega yfir samúð til handa þeim sem enn eru fastir í hítinni.

Hvert fór ég svo? Jú, eftir mikið japl, jamm og fuður hjá heimilinu var ákveðið að skella í góm og prófa Hringdu. Fram að þessu hafa þeir verið alveg smjör-liprir og flutningurinn gekk nánast sársaukalaust. Það var satt að segja lang stærsta þrautin í þarmi að skila gamla beininum til 365!

„Gó figjör“

convert2mp3.net - download your music for free - online video converter